« Home | Um allt og ekkert, aðallega ekkert » | Makleg mála gjöld » | Er í lagi að nota tippex? » | The truth is out there » | „Nú borðið þá bara kökur“ (Spaugstofan, eða hvað?) » | Sumir eru sér, aðrir eru hér » | Don't worry, be happy » | Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálf... » | Say what » | y = ax + b » 

mánudagur, september 19, 2005 

"Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?"


Um helginu horfði ég á óperu með öðru auganu meðan ég tók til í herberginu með hinu. Óperan fjallar um ástarsamband Poppeu og Nero’s Rómarkeisara. Poppea er gift Ottone og Nero er kvæntur Ottawiu. Til þess að Poppea og Nero geti verið saman verður Neró að losa sig við Ottone og senda Ottawiu í útlegð. Ekki nóg með það heldur þarf Neró líka að eiga við Seneca, læriföður sinn, sem er mótfallinn því að hann sé með Poppeu. MR-ingar lesa ef ég man rétt um Neró og Seneca í fjórða bekk. Óperan var ágæt, hið besta mótvægi við suðinu í ryksugunni. En það sem mér fannst skemmtilegast við hana var fyrsta atriðið. Í því rökræða persónugervingar gæfu, virðingar og ástarinnar um það hver sé mestur. Ástin segir að áður en að dagur sé liðin muni hún hafa sannað mikilvægi sitt. Það kemur líka á daginn þegar óperan er búin og Neró og Poppea hafa náð saman því að áhorfandinn samgleðst með þeim og hefur því viðurkennt að ástin sé mikilvægust. Óperan heitir L’incoronazione di Poppea og er eftir Claudio Monteverdi.


Á föstudaginn fóru Stiglar í Straum. Kíkið á myndirnar.

Skrifað af Jóni Emil -