« Home | The truth is out there » | „Nú borðið þá bara kökur“ (Spaugstofan, eða hvað?) » | Sumir eru sér, aðrir eru hér » | Don't worry, be happy » | Er þetta ekki Húsasmiðjan? NEI þetta er BYKO. Hálf... » | Say what » | y = ax + b » | Hrumpf » | Veiðivötn » | Já, » 

laugardagur, september 03, 2005 

Er í lagi að nota tippex?


Klukkan er eitt og ég ligg upp í rúmi með nýju fartölvuna í kjöltunni. Áhrif síðustu diffrunar eru að gera mér grikk og fótboltinn á að byrja eftir tvo tíma. Ég er þess vegna að tegra eins hratt og ég get, þetta er sem sagt ákveðið tegur. Við tegrunina nota ég nokkur glös af vatni, kleinurnar hennar ömmu og kvikmynd sem heitir Rascal. Hún gerist á fjórða áratugnum í USA og fjallar um strák sem er búinn að missa mömmu sína. Pabbi hans vinnur við að selja fasteignir svo að hann getur lítið vera heima. Strákurinn þarf því að sjá um sig sjálfur en hann er þó ekki einn því að hann á vinina Rascal og Wowser, þvottabjörn og labrador. Myndin gerist um sumar og fjallar um sakleysi æskunnar, sem ég sakna, og vináttu. Rétt í þessu setti Rascal allt á annan endan í hagkvæmnisbúð, það var alveg ótrúlega fyndið. Allir urðu mjög reiðir út í hann en það breyttist þegar Rascal bjargaði málunum í keppni milli hests og bíls, hesturinn vann. Í gær var nýnemaferðin. Við fórum upp í Skálafell þar sem við grilluðum, fórum í leiki og diffruðum og diffruðum meira. Menn voru mismunandi afleiddir en mig minnir að allt hafi gengið mjög skikkanlega fyrir sig. Grétar Amazeen hafði engar húfur eða slaufur til að toga í og var víst bara þægur. Það gerðist margt skemmtilegt undir fjallinu. Hinir nördarnir slógu t.d. í gegn með söng sínum, við spjölluðum við Andra í Írafár og Villi og ég sungum Krummi svaf í klettagjá í fimmundarsöng. Skólinn legst bara mjög vel í mig og ég er farinn að hlakka til haustferðarinnar eftir viku.

Skrifað af Jóni Emil -