« Home | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » | "I was cool?" "Naw man you were cooler than cool."... » | "Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?"... » | Um allt og ekkert, aðallega ekkert » | Makleg mála gjöld » | Er í lagi að nota tippex? » | The truth is out there » | „Nú borðið þá bara kökur“ (Spaugstofan, eða hvað?)... » | Sumir eru sér, aðrir eru hér » 

mánudagur, október 17, 2005 

LON og DON áttu barn


London er frábær búð, ég meina borg. Hún er risastór, snyrtileg og full af fólki, alveg eins og Harrods. Já, þannig er mál með vexti að fjölskylda Hlyns ákvað að bjóða mér með í ferð til London þar sem planið var að fara á söngleik, tónleika, samkomu, versla og skoða borgina. Við flugum út á föstudaginn og lentum á Stansted þar sem Emil nokkur Hallfreðsson, aka maður leiksins, tók á móti okkur. Hann er góðvinur fjölskyldunnar. Við keyrðum heim til Emils en komum við á frekar háværum en skemmtilegum ítölskum veitingastað. Þegar heim var komið ákváðum við að slappa af enda var klukkan orðin dálítið margt. Við notuðum nú samt tækifærið til að horfa á einn þátt af the O.C. enda á Emil alla seríuna á DVD. Daginn eftir tókum við Central Line niður í miðbæ þar sem við fórum á söngleikinn the Producers. Þetta var virkilega skemmtilegur söngleikur, og er því engin furða að verið sé að gera kvikmynd eftir honum. Sunnudaginn byrjuðum við á því að fara á samkomu, mjög flott, góð tónlist og merkileg lífsreynsla þar. Seinni partinn notuðum við Hlynur til að versla. Fórum við þess vegna í eina af hinum fjölmörgu HMV búðum á Oxford stræti. Þar keyptum við Hlynur alveg ógeðslega mikið af DVD myndum. Held að Hlynur hafi tekið 20 kvikmyndir allt í allt meðan ég var svona meira að kaupa seríur. Mér stóð meðal annars til boða að kaupa seríu tvö af the O.C. en ég sleppti því af tveimur ástæðum. 1. 60 pund, 2. skemmtilegra að fá reglulegan skammt en að taka þetta allt í einu. Þess í stað keypti ég seríu 2 af the Scrubs. Zach Braff er snillingur. Ég vil aftur mæla með því að allir sjái myndina Garden State. Þennan dag löbbuðum við Oxford stræti frá byrjun til enda en þaðan lá leið okkar niður í gegnum Hyde Park, meðfram the Serpentine, yfir Thames að Albert Memorial og loksins loksins Royal Albert Hall, þeirri stórkostlegu byggingu, þar sem við hlustuðum á frábæra tónleika. Við drifum okkur síðan heim enda dauðuppgefnir eftir daginn. Einhvern veginn tókst mér þó að halda augun opnum yfir myndinni Donnie Darco sem mér fannst ekki alveg jafn góð og sumir hafa haldið fram. Á mánudeginum ditchuðum við Hlynur lærdóminn þegar við gerðum okkur grein fyrir því að hann væri ekki þess virði að missa af hálfum degi í London yfir. Við fórum niður í bæ þar sem við horfðum á the changing of guards hjá Buckingham Palace en eftir það keyptum við miða í tveggja hæða bus tour. Það var virkilega gaman og náðust margar mjög skemmtilegar myndir í kjölfarið. Einhverja hluta vegna fannst sumum að við værum ekki búin að eyða nógu miklum peningum í London og var því ákveðið að kíkja í hina víðfrægu verslun Harrods. Þegar þangað var komið var okkur tjáð að við hefðum þrjú korter til að skoða búðina og versla. Tók þá við mikil vænisýki af minni hálfu eftir að ég uppgötvaði að þessi tími næði varla til að skoða eina hæð. Starfsmenn verslunarinn sem hafa það að starfi að fylgjast með upptökum videomyndavéla í búðinni hafa örugglega haft gaman af því að fylgjast með mér þeysast upp og niður rúllustiga þessarar ótrúlega stóru búðar. Hlynur aftur á móti fann sig knúinn til að fara í HMV, búðin var inni í Harrods, til að kaupa síðustu þrjár DVD myndirnar (eða eins og afi minn segir BMV myndir). Ótrúlegt en satt þá tókst mér að staldra nógu lengi við til þess að festa kaup á buxum, ekkert Jack n Jones rusl, og peysu. Þessar flíkur tvær kostuðu vænan skilding en ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Núna drifum við okkur heim þar sem við slógum heimsmet í kappáti og tiltekt. Drifum við okkur síðan á Stansted þar sem vél Iceland Express flaug með okkur heim á Skerið. Alltaf er nú jafn gott að komast heim ég verð bara að segja það. Meira að segja þó að það séu engar Harrods eða HMV hérna heima. Ég vil nota tækifærið til að þakka fjölskyldunni á Akurgerði 10 kærlega fyrir mig. Þetta var ógleymanleg lífsreynsla. Þúsunds þakkir.

Jæja, þegar heim var komið tóku annir skólans sterklega í hnakkadrambið á manni. Maður ætti nú samt að geta reddað þessu.

Á laugardaginn var síðan partý heima hjá henni Salvöru. Þangað komu gamlir MR-ingar og nokkrir af vinum Salvarar úr flugskólanum. Mjög skemmtilegt. Svenni stak snemma af og það sama má eiginlega segja um Kára, svo ekki sé minnst á Hössa. Svenni og Kári höfðu þó báðir góðar ástæður en Guð má vita af hverju Höskuldur fór. Útgáfutónleikar Jeff Who eiga víst að hafa verið ótrúlega góðir. Gott mál það. Í partýinu hennar Salvarar voru menn mismunandi ákafir við diffrunina. Ég var bara nettur á því minnir mig, meðan sumir vorum ívið duglegri. Hot n Sweet flaskan mín vakti sem sagt mismunandi mikla lukku hjá fólki. Seinna um kvöldið fóru einhver okkar niður í bæ þar sem sprellið hélt áfram.

Ég tel mig hafa lært mikið af því sem hefur gerst síðustu daga. Það sem er kannski mikilvægast er að ég lærði að það er ekki hægt að kaupa hamingju, ég vissi það reyndar fyrir, en atburðir síðustu daga hafa gert mér það skýrara. Sumt er ekki fallt, og það er það sem skiptir mestu máli.
Að lokum langar mig til að varpa fram spurningu til glöggra lesenda. Á myndum af djamminu er einn frægur leynigestur. Hver er hann? Hlynur og Svenni þið megið ekki Svára.
------------------
Já það var hún Ragnheiður Gröndal

Skrifað af Jóni Emil -