« Home | Kæri Sáli, Mér hefur liðið mjög skringilega undan... » | Fótboltameiðsl » | Gula byltingin » | Ya think ya know him » | TÜPP TENN » | atsjú » | námskvíði » | I can't take my eyes of a you » | Þrautaganga » | "Góði bíttu í bloggið á þér" » 

sunnudagur, nóvember 27, 2005 

Kötturinn fer sínar eigin leiðir,

var boðskapur barnasögu einnar. Síðan þá höfum við, sem eitt sinn vorum börn, haldið því fram að kötturinn sé sinn eiginn herra, örlagavaldur og félagi. En ég þekki kött, kannski ósköp venjulegan kött, sem veit ekki hvað hann vill. Hann mjálmar og mjálmar og horfir út um gluggann og þegar glugginn hefur verið opnaður stekkur hann upp í sillu og horfir meira út um gluggann. Það kemur fyrir að þessi köttur troði hausnum út um rifuna á glugganum og teygi líkamann mót frelsinu og fegurðinni sem býr fyrir utan. En oftast labbar hann bara í hringi á litlu sillunni sinni. Mjálmar uppgjafarmjálmi, horfir á mig, stekkur niður og fer í kassann sinn. Ó hvað ég myndi óska að þessi köttur hefði kjarkinn sem þarf til að halda út á vit ævintýranna sem sinn eiginn herra, örlagavaldur og félagi.

Jæja, úr einu yfir í annað.

Topp tíu listi þessa fortnights er tileinkaður þemanu frægir Íslendingar. Athugið að listinn er ekki í röð eftir "frægð" fólks. Heldur raða ég myndunum eftir því hvað mér finnst þær skemmtilegar.

10. Það kæmi mér ekki á óvart ef hér væri tveir dúxar á ferð. Annar úr MS en hinn úr MR. Annar í lögfræði en hinn í stærðfræði. Þessir tveir, ásamt undirrituðum, spjölluðu saman á skemmtistað skemmtistaðanna, HVERFIS.

9. Hér eru tveir myndarlegir menn á ferð. Annar kannski myndarlegri en hinn og annar kannski frægari en hinn. En það gæti breyst á einni nóttu. Ég man reyndar ekki hvað annar hét. Enda hef ég aldrei verið áskrifandi að stöð tvö.

8. Maðurinn er frændi minn, en reyndar ekkert obboðslega frægur. Hann er samt pínu frægur og dóttir hans reyndar líka. Hann vinnur hjá RÚV og sér meðal annars um að Svenni og ég fáum okkar vikulega skammt af spaugstofunni. Dóttir hans heitir Birta Björnsdóttir og já, þeir sem vita hver það er eru kannski töff. Björn Emilsson ásamt aðdáendum.

7. Þetta mun vera nafni minn og líklega frægasti maðurinn á þessum lista. Jónsi í...

6. Rauðhærður með sítt að aftan! Töff. Leikur með Tottenham! Töff. emmihall.com! Töff. Kosinn verst klæddi leikmaður Tottenham (óstaðfest)! Töff. Emil Hall í double decker.

5. Í fyrstu líkaði mér ekkert sérstaklega vel við þennan mann. Ég man þegar hann birtist hjá Hemma Gunn í leðurbuxum með loðinni klauf (eða hvað sem það er nú kallað). Á sínum tíma fannst mér það bara ekkert töff. En já Hemmi minn, tímarnir breytast og mennirnir með. Frábær náungi!

4. Hvort segir maður augabrúnir eða augabrýr?

3. Eitt það skemmtilegast sem ég hef gert í miðbæ Reykjavíkur um nótt var að tala við þessa. Mjög fyndnir og skemmtilegir kallar og sem betur fer taka þeir gríni. Þrí kíngs.

2. Líklega í fyrsta skiptið sem ég táraðist við lestur bókar var þegar ég las *** **** ** *********. Hin manneskjan er ekki síður fræg, og var síðast þegar ég vissi komin til Svíþjóðar til að leika ***********. Maðurinn á meira segja eins skyrtu og ég!

1.

Skrifað af Jóni Emil -