« Home | I can't take my eyes of a you » | Þrautaganga » | "Góði bíttu í bloggið á þér" » | LON og DON áttu barn » | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » | "I was cool?" "Naw man you were cooler than cool." » | "Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?" » | Um allt og ekkert, aðallega ekkert » | Makleg mála gjöld » 

mánudagur, nóvember 07, 2005 

námskvíði


Hér sit ég í leshorni bókasafns VR tveggja. Vinur minn er horfinn og bíð ég þess vegna eftir því að mamma sæki mig. Allt í kringum mig eru vísindatímarit og bækur, eins og t.d. bókin A Comprehensive Introduction to Differential Geometry. Út og inn fara nemendurnir sem maður sér alltaf á bókasafninu, eðlisfræðinemarnir. Þeir eru alltaf hérna!

Þessi staðreynd er farin að valda mér kvíða. Á ég eftir að eyða/verja næstu 5-8 árum ævi minnar á einhverju bókasafni! Mun ég eyða föstudagskvöldum í að heilda einhver skammtaföll meðan jafnaldrar mínir eru að skemmta sér eða hafa það kósí? Og síðan þegar maður er búinn með einhvern skóla eftir svo og svo mörg leiðinleg föstudagskvöld mun ég þá vera sáttur með það hvernig ég varði tíma mínum? Ég veit þetta ekki, ég veit hvað mig langar til að læra en þar við situr.

En eins og kristinfræðibókin sagði þá skulum við láta hverjum degi nægja sínar áhyggjur.

Á föstudaginn buðu Ásta og Fríða í afmælisveislu. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þessa veislu er veggfóðrið í herberginu hennar Ástu. Það minnir mig á veggfóðrið í Garden State, mjög töff. Takið eftir hvernig kjólinn hennar Salvarar er eiginlega í stíl. Það næsta sem mér dettur í hug er hvað það var ótrúlega mikið af áfengi í boði hússins. Þriðja er líklega sú staðreynd að þarna voru útlendskir skiptinemar sem gerðu boðið mjög skemmtilegt. Fínt boð í alla staði.

Eftir afmælið fórum við í bæinn þar sem við enduðum á Hverfis. Álit mitt á Hverfis hefur farið minnkandi undanfarnar ferðir sem ég gert mér þangað og er því kannski best líst með þessum orðum: “Sólon er betri en Hverfis.” Eina skemmilega við Hverfis var félagsskapurinn og bolurinn sem Hlynzi var í.

Skrifað af Jóni Emil -