« Home | Ya think ya know him » | TÜPP TENN » | atsjú » | námskvíði » | I can't take my eyes of a you » | Þrautaganga » | "Góði bíttu í bloggið á þér" » | LON og DON áttu barn » | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » 

laugardagur, nóvember 19, 2005 

Gula byltingin

Hér verður fullyrt:

Það skemmtilegast sem ég geri er að spila fótbolta með strákunum. Á hverjum laugardegi í haust hafa "nokkrir" MR-ingar mætt í íþróttasal Háskóla Íslands til að spila fótbolta. Upphaflega höfðum við bara 45 mínútur til þess arna en upp á síðkastið höfum við getað spilað í 90 mínútur. Til að byrja með vorum við ekki mikið meira en 10. En þetta spurðist út og nú stefnir allt í að við sprengjum af okkur húsakynin. Gula byltingin eins og þeir kalla sig, með Rósant Ísak Rósantson í fararbroddi ætlar sér að setja allt á annan endan í íþróttahúsi Háskólans á eftir. Liðið er skipað nokkrum ofdekruðum Vesturbæingum sem og einum klikkuðum Hafnfirðingi. Drengirnir svífast einskis og munu eflaust stofna til ólæta eftir að þeir hafa tapað fyrir Nördafélaginu. Vonandi getur þessi síða verið vettvangur fyrir almennt skítkast og önnur læti að leik loknum.

En jæja, boltinn byrjar eftir hálftíma (15:45). Mætið og hvetjið ykkar menn.

Skrifað af Jóni Emil -