« Home | TÜPP TENN » | atsjú » | námskvíði » | I can't take my eyes of a you » | Þrautaganga » | "Góði bíttu í bloggið á þér" » | LON og DON áttu barn » | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » | "I was cool?" "Naw man you were cooler than cool." » 

fimmtudagur, nóvember 17, 2005 

Ya think ya know him

Ég man eftir þessari frétt eins og hún hafi verið birt í gær. Auðvitað var maður pirraður yfir ákvörðun Grétars en maður huggaði sig við þá staðreynd að hann myndi koma aftur að ári.

Ég leit alltaf upp til Grétars, hann var duglegur og harður en þó sanngjarn enda hrósaði hann manni þegar maður átti það skilið. Annað en Viktor Bjarki sem gerði lítið annað en að bora í nefið og bíða eftir að boltinn kæmi fram svo hann gæti skorað. Nú er Viktor kominn aftur í raðir Víkings en Grétar hegðar sér eins krakki í dótabúð sem fær ekki það sem hann vill. Jááá Hemmi minn. Maður heldur að maður þekki manninn en síðan gerir hann eitthvað eins og þetta.

Mér finnst að Valsarar eigi að hafa vitið fyrir Grétari í þessu máli og banna honum að koma á æfingar liðsins. Vilji Grétar spila í Landsbankadeildinni þá verður hann að gera það með Víkingum.

En þetta er nú bara mín skoðun, Jón Emill

Skrifað af Jóni Emil -