« Home | "Góði bíttu í bloggið á þér" » | LON og DON áttu barn » | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » | "I was cool?" "Naw man you were cooler than cool."... » | "Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?"... » | Um allt og ekkert, aðallega ekkert » | Makleg mála gjöld » | Er í lagi að nota tippex? » | The truth is out there » 

fimmtudagur, október 27, 2005 

Þrautaganga

Þema þessara viku hefur svo sannarlega verið þrautir. Hvort sem það eru erfiðar þrautir sem kennararnir leggja fyrir mann eða þrautir sem illkvitnir skólafélagar leggja fyrir mann til þess að maður eyði tímanum í vitleysu. Ekki vil ég vera sá eini sem eyðir tímanum í vitleysu og því vil ég leggja fyrir þig, kæri lesandi, eftirfarandi þrautir.

1) Þú ert staddur í kjallara þar sem þú sérð þrjá ljósrofa. Hver rofi kveikir ljós í einu af þremur herbergjunum sem eru á jarðhæðinni. Það er lokað niður í kjallara. Gerðu ráð fyrir að í byrjun sé slökt á öllum ljósunum og að rofarnir vísi allir niður. Þú mátt fara upp á jarðhæðina einu sinni til að kíkja í herbergin en þú verður að loka á eftir þér þegar þú ferð aftur niður í kjallara. Hvernig finnurðu út hvaða ljósrofi kveikir á hvaða ljósi.

2) Hvaða tala er næst í rununni? - 5, 4, 2, 4, 1, x

3) Þig er að dreyma. Þú ert stödd inni í glerkúlu og fyrir framan þig er 10 metra breið á sem þú mátt fyrir enga muni snerta (sýra). Þessi glerkúla er inni í helli og ef þú snýrð þér við þá sérðu hellisopið. Inni í glerkúlunni, hinum megin við ána, sérðu op á öðrum helli og ef þú ferð inn um það labbarðu út úr hellinum sem glerkúlan er í. Þú ert með tvær átta metra stangir. Þú getur ímyndað þér að þetta séu tveir 50x100 mm mótatimbursplankar (vnr: 0051504 (áfram BYKO!)). Hinu megin við ána er líka verðlaunabikar í laginu eins og pálmatré. Hvernig kemstu yfir ána og út úr hellinum með verðlaunabikarinn í hendinni?

4) Þú ert staddur í beinni útsendingu hjá bingólottó. Kallinn (sem ég man ekki hvað heitir) bendir þér á þrjú hólf. Í einu þessara hólfa er ferðavinningur fyrir tvo með Úrval-Útsýn. Í hinum tvemur er eitthvað slappt. Hólfin eru merkt A, B og C. Þú velur A en áður en að þáttastjórnandinn sýnir þér hvað er inni í hólfi A sýnir hann þér að það er hundaskítur inni í hólfi C. Þáttastjórnandinn spyr þig hvort að þú viljir skipta yfir í B eða halda þig við A. Hvað gerir þú ef þú villt að sem mestar líkur eru á því að þú vinnir ferðavinninginn.

5) Petals Around the Rose

Jæja, þetta ætti að vera nóg í bili. Ef þið eruð búin að pæla í gátunum en ekkert gengur þá getið þið huggað ykkur við það ég veit ekki svarið við þremur af þeim og að mér var sagt svarið við hinum tvemur.

Og ef ykkur finnst að þið séuð ekki enn þá búin að eyða nógu miklum tíma í vitleysu með því að lesa þessa færslu. Eða ef þið eruð leið yfir því að hafa eitt of miklum tíma í vitleysu og ykkur vantar eitthvað til að kæta ykkur. Þá mæli ég með þessu:

1
2
3

Skrifað af Jóni Emil -