« Home | atsjú » | námskvíði » | I can't take my eyes of a you » | Þrautaganga » | "Góði bíttu í bloggið á þér" » | LON og DON áttu barn » | Spoken with a high pitched cheery voice » | "Var það ekki næs?" » | "I was cool?" "Naw man you were cooler than cool."... » | "Heldurðu að við tökum mark á hnakka eins og þér?"... » 

sunnudagur, nóvember 13, 2005 

TÜPP TENN

Fátt veit ég skemmtilegra en að skoða ljósmyndir. Sérstaklega ljósmyndir sem ég hef sjálfur tekið. Undanfarin ár hef ég verið duglegur að taka myndir af alls kyns atburðum og er ég kominn með ágætis safn skemmtilegra mynda. Í einu af auglýsingahléi þáttarins Boston Legal var ég velta fyrir mér um hvað næsta bloggfærsla gæti verið og datt mér þá í hug að taka saman top 10 lista af myndum undir einhverju þema. Það fannst mér bara vera ágætis hugmynd og jafnframt afsökun til að skoða allt myndasafnið enn einu sinni. Fyrsta mynd fyrstu möppu gaf mér hugmynd. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn undir þemanu sólgleraugu.

10-9. Saman í tíunda og níunda sæti eru sömu gleraugun á sitt hvorum manninum. Myndirnar voru teknar á Söngballinu í MR vorið 2005. Maður 1, Maður 2.

8. Í áttunda sæti er hún Ana María, nei ekki Anna María, þessi var guidinn okkar eðlisfræðinördanna á IPHO 2005. Þessi minntu mig á Natural Born Killers en samt ekkert svo, bara pínu. Í baksýn eru landamæri Portúgals og Spánar. Ana María.

7. Þennan kannast flestir við. Ekkert skyggni er þessum fallegu bláu augum ofviða. Þetta er einhver myndarlegasti maður sem ég þekki og ekki nóg með þá á hann líka eina flottustu skyrtu sem ég hef séð. Blue eyes.

6. Einn mesti töffari sem ég þekki og mín helsta fyrirmynd. Það er honum að þakka að ég veit hvað tröllaskeinir er og að ástin byrjar uppi í haus og endar milli lappanna. Má ég kynna... afa.

5. Hér er annar töffari á ferð. Kvennagull og söngfugl. Ljúfur eins og lamb og vinur í raun.

4. Gamall vinur og nafni. Mikill hugsuður og töffari á sinn hátt. Hann hefur gaman af formúlu 1 og Schumacher er hans maður en hann getur huggað sig við það að hann veit ekkert um fótbolta og heldur því ekki með Manchester. Spítukall.

3. Þessi gefur orðinu töff nýja merkingu. Ekki nóg með það að hann sé með hvítar tyggjóflygsur í munnvikinu, eða kannski frunsukrem, þá er hann með svakalega flotta dredda (vonandi er ég ekki að skjóta mig í andlitið, þetta eru dreddar ekki satt?). Það eru góðar líkur á því að maðurinn þekki Oleg Koshik og ef ekki þá veit hann hvernig við komust út úr fylkinu. Ein af mínum fjölmörgu myndum sem teknar hafa verið án þess að nota flass. Neo.

2. Hér munaði mjóu. Þessi gæti einfaldlega verið í fyrsta sæti en þar sem hún hefur meira merkingu fyrir ákveðinn hóp stærðfræðinörda þá verður hún að sitja í öðru sætinu. Maðurinn á myndinni velur aldrei auðveldu leiðina. Ef hann hefði fengið að ráða þá væri ég líklega enn þá týndur í miðborg Aþenu. Dömur mínar og herrar, má ég kynna ykkur fyrir Steve the Outstanding Fellow. Takið eftir að þessi mynd býður upp á fleiri en ein sólgleraugu. Stelpan með sólgleraugun var einn af mörgum guidum IMO keppninnar sem ég þorði ekki að reyna við.

1. Holy molý makkaróní. Dömur og já, líka herrar, passið ykkur á þessum. Þessi kýlir fyrst og spyr spurninga síðan. Hann fær sér absinth í morgunmat og drekkur rósavín á kvöldin. (En þess má geta að rósavín er á lista með Absinth, Jameson og íslenska brennivíninu yfir ógeðslegustu og illdrekkanlegustu drykki veraldar.) Maðurinn reykir karton á dag og er alltaf í nýjustu týzkufötunum. Já hér hafiði hann. Mr. Makkaróní.

Jón Emill kveður að sinni

Skrifað af Jóni Emil -