« Home | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » | Níhá Sanya! » | "Da stehen lauter Schildkröten aufeinander" » | Höndin » | draslum braslum » | Kötturinn fer sínar eigin leiðir, » | Kæri Sáli, Mér hefur liðið mjög skringilega undan... » | Fótboltameiðsl » 

sunnudagur, desember 18, 2005 

Fatlajól

Ég ætlaði að skrifa sögu og birta hérna á síðunni. Reyndar skrifaði ég þessa sögu en hætti svo við. Sagan bar sterk merki þess að ég væri kominn með námsleiða. Sá námsleiði er nú horfinn en gleði og tilhlökkun hefur tekið við. Samt eru prófin ekki á enda.

Við höfum líklega öll þurft að ganga í gegnum svipað tímabil. Tímabil þar sem allt virðist erfitt og leiðinlegt eða jafnvel tímabil þar sem við erum tilbúin að gefast upp. En síðan gerist eitthvað. Þú horfir til himins, kynnist nýrri manneskju, eða verður fyrir lífreynslu sem breytir hugsunarhætti þínum. Það þarf svo lítið til að maður geri sér grein fyrir að erfiðleikar manns eru smámunir. Að það sem maður vildi einna helst sofa í gegnum er í raun gjöf sem á að njóta. Þið afsakið vonandi tilfinningasemina, ég verð svona stundum um jólin. Í dag komu jólin til mín en þau bönkuðu samt ekki upp á. Það var ég sem þurfti að taka fyrsta skrefið í átt að gleðilegum jólum.

jólakveðja, Jón Emill

Skrifað af Jóni Emil -