« Home | Kipp í flipp » | Breytingar » | Hrafl » | óformlegt spjall um náttúruna » | náttmör » | "jeg er sku fanden gale mig ekki neinn islandsmann... » | Gærdagurinn » | Gagnrýnandi gagnrýndur » | Zum Wohe » | Myndir » 

miðvikudagur, janúar 25, 2006 

"All the girls want to get carnal with me because of my premium dance moves."

Merkilegri fimm mínútur meðan ég bíð eftir strætó man ég ekki eftir að hafa upplifað. Þetta gerðist í gær og byrjaði með því að mér varð kalt á öklunum vegna þess að strætóskýlið er ekki fullkomlega vindhelt og það var mikll vindur í gær. Síðan sá ég tóman poka af Freyju möndlum skoppa yfir götuna og ég hugsaði til þess hve möndlur væru ofsalega góðar. Sérstaklega ef maður fengi sér margar í einu. Nú leit ég til vinstri og sá stelpu á leiðinni að strætóskýlinu sem ég þóttist kannast við. Þetta var hún Salvör. Bros færðist á varirnar og ég labbaði í áttina að henni horfandi stíft í augun á henni. Ég sagði “haæja” vegna þess í þeim töluðum orðum gerði ég mér grein fyrir að þetta var ekki Salvör. Ég leit vandræðalega upp frá augum stelpunnar og horfði fram yfir hana. Þar sá ég hann Hlyn Grétarsson í fjarska og til að halda kúlinu fyrir stelpunni sem ég hélt að hefði verið Salvör þá ákvað ég að kalla til Hlyns sem var samt í svo mikilli fjarlægð að það var heimskulegt að kalla, sérstaklega í þessum vindi. Hlynur kom nær og nær og ég heilsaði honum bara eins og venjulega. Hann hélt áfram fram hjá strætóskýlinu og var víst á leiðinni til systur sinnar. Þegar þetta var búið sá ég Hermann Þórisson líkindafræðiprófessor labba þvert yfir götuna talandi í síma og segja “það myndi gera um 3,5 milljarða”. Þannig hafið þið það.

Já, það er svo sannarlega mjög lítið merkilegt að gerast hjá manni þessa dagana eins og sagan að ofan gefur til kynna. Fótbolti, skóli, lestur góðra bóka, hlustun góðrar tónlistar og horfun góðra kvikmynda eru það sem maður gerir helst. Er að lesa bók sem heitir Everything is Illuminated eftir einhvern Jonathan Safran Foer. Hún er búinn að vera mjög skemmtileg hingað til. Hlynur benti mér síðan á að það er búið að gera mynd eftir henni og leikur höfundur bókarinnar meira að segja í henni. Ef ég skil rétt þá er höfundur bókarinnar persóna í sögunni og síðan leikur höfundurinn líka persónu í kvikmyndinni en samt ekki sömu persónu, hann leyfir Ellijah Wood að leika sig. Hérna er trailer.

Ég á það líka til að skoða fyndin myndbrot. Hérna er eitt. Á dáldið bágt með að trúa að Halldór Ásgrímsson sé fær um að standa upp á borðum og hrópa "Lets get the party started". Ég veit ekki hvað mér finnst um hann eyrnapinna.

Skrifað af Jóni Emil -