« Home | óformlegt spjall um náttúruna » | náttmör » | "jeg er sku fanden gale mig ekki neinn islandsmann... » | Gærdagurinn » | Gagnrýnandi gagnrýndur » | Zum Wohe » | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » 

mánudagur, janúar 16, 2006 

Hrafl


Það er ekkert eins og hressandi og að byrja nýtt ár á svona veseni sagði Magnús með uppgerðarkátínu og klappaði vinkonu sinni létt á bakið.

Já, ég ætti kannski að vera orðinn vön því sagði Guðrún, besta vinkona Magga, með tárin í augunum.

Guðrún og Magnús kynntust í menntaskóla, en þau voru af tilviljun látin vera saman í ritgerð. Bæði þekktu þau engan í skólanum og gátu því ekki haft uppi mótmæli þegar kennarinn skipaði þeim í hóp. Þau höfðu nú verið vinir í fimm ár og með hverju árinu sem leið styrktust vinarböndin. Kennaranum minntust þau með gleði í hjarta þó að í raun hafi þeim ekki líkað sérstaklega vel við hann. Daginn var nú aftur farið að lengja en Guðrún sá ekki sólina fyrir röndóttu koddaverinu.

Af hverju þarf þetta alltaf að henda mig? Hvað gerði ég vitlaust, er ég svona ógeðsleg eða er persónuleikinn minn á við maur? Kannski er mér ekki ætlað að... – Guðrún varðist ekki gráti.

Svona svona, hvað segirðu um að ég seti Pixies í tækin. Þeir hafa hjálpað mér þegar ég er reiður. Viltu að ég lesi eitt af nýju ljóðunum mínum? Ég samdi eitt um snjóskafl sem leit út eins og hús...

Nei Magnús, mig langar ekki til að hlusta á ljóðin þín. Ljóðin þín eiga svo sannarlega ekki við núna. Pixies aftur á móti máttu setja í botn. Doolitle eða Bossanova.

Meðan Pixies fylltu litla herbergið hennar Guðrúnar, sem minnkaði og minnkaði, af angurværð velti Magnús fyrir sér hversu oft Guðrún litla hefði þurft að þola stundir sem þessar. Hann vorkennti henni. Það hlýtur að vera hræðilegt erfitt að standa í þessum stefnumótaleikjum. Magnús hafði sjálfur lítinn áhuga á slíkum hlutum, alla vega eins er. Honum fannst mikilvægara að einbeita sér að náminu, nú þegar hann var kominn í háskóla og farinn að læra það sem honum þótti skemmtilegt. Hann hafði eitthvað verið að hitta eina stelpu fyrir löngu síðan en það var voða lítið og varð fljótt að engu. Magnús var í raun afar greindur piltur og lék allt í höndunum á honum. Guðrún var ekki í minnsta vafa um að Magnús myndi ná sér í eina myndarlega þegar hann kærði sig um það.


“If you go I will surely die.”

“In this land of strangers.”


Má ég segja þér sögu, spurði Magnús? Ekkert svar.
Einu sinni var stelpa sem var obboðslega skotin í strák. Stelpan hafði verið hrifin af stráknum í langan tíma en einn daginn tókst henni að mana í sig kjark til að bjóða stráknum á stefnumót. Strákurinn, hafði sko lítinn áhuga á því og lét sem hann sæi hana ekki. Til allrar hamingju átti stelpan vinkonu sem studdi hana næstu vikur meðan hún var að sætta sig við það sem var orðið. Tíminn leið og strákurinn sem eitt sinn leit ekki við stelpunni hafði nú gert sér grein fyrir ágætum hennar. Hann vissi að hún hefði eitt sinn verið hrifin af honum og ákvað hann þess vegna að það ætti að vera óhætt að bjóða henni á stefnumót. Stelpan, sem átti góðu vinkonuna, var nú búinn að jafna sig á stráknum og gott betur. Svaraði hún því boði stráksins neitandi... En til allarar hamingju átti strákurinn vin sem studdi hann næstu vikur meðan hann var að sætta sig við það sem var orðið.

Svona er þetta – útskýrði Maggi. Fólk er alltaf að byrja og hætta saman. Stundum heldur það að það sé hrifið að einhverri manneskju meðan sú manneskja lítur ekki við henni og svo snýst þetta við. Þetta er hræðilega flókið og erfitt. Ef ég mætti ráða þá hefði ég mann í vinnu, einhvers konar tengilið, sem kæmi í veg fyrir að fólk lenti í ástarsorg.

Hahaha. Guðrún hló og hristi höfuðið svo Magnús sá pollana á koddanum. Heldurðu að það myndi nokkurn tíman ganga. Ástin er ekki eitthvað sem þú getur fært í töflu. Það eru einmitt tilfinningarnar sem við leggjum að veði sem gera hana svona fallega og leyndardómsfulla. Hreynt út sagt hræðileg hugmynd Magnús minn sem sýnir að þú átt margt eftir ólært í þessum málum. Guðrún vissi að það sama gilti um hana og grúfði höfuðið aftur í koddann.

“Hold my head...My Velouria..I know she’s here, in California.”

Já það er kannski rétt hjá þér. Ég veit rosa lítið um svona hluti. Satt að segja finnst mér þetta helvítis tímaeyðsla ef ég á að segja þér eins og er. Endar svo oft með ósköpum og síðan situr maður eftir og starir í tómið sem virðist fullt af leyndardómum miðað við hausinn á sjálfum manni sem er hvergi, nema kannski á koddanum.

“Is She Weird”

Magnús grúfði sig yfir vinkonu sína og faðmaði. Mér þykir þetta svo leiðinlegt elsku Guðrún mín. Hvað get ég gert til að láta þér líða betur?

Þú getur sagt mér að ég eigi eftir að finna einhvern. Lofaðu mér að það sé einhver sem skilur mig. Einhver sem lítur ekki á mig sem bara ómerkilega og óspennandi manneskju.

“It is time for stormy weather.”

Nei hættu nú Guðrún. Þú ert einhver skemmtilegasta og hjartahlýjasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég get lofað þér að þú átt eftir að finna einhvern sem er þín verður. Leyfðu mér nú að fara með ljóðið mitt, ég lofa að þetta er betra en ljóðið um haglélina.


Húsið sem ég leit.
Þetta er húsið sem ég veit.
Ískalt mætir vindi sem sverfur.
Hverfur jafnskjótt og það verður.

Fagurt en ég vissi það fallvalt
Þurrt er vindur blæs, og kalt
Heillast af sól, því
vindurinn kól
Skafl
Skrifað af Jóni Emil -