« Home | náttmör » | "jeg er sku fanden gale mig ekki neinn islandsmann... » | Gærdagurinn » | Gagnrýnandi gagnrýndur » | Zum Wohe » | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » 

mánudagur, janúar 16, 2006 

óformlegt spjall um náttúruna


Iðið í veggjunum (líklega eitthvað nagdýr), snjórinn sem hylur kjallaragluggann, blautt gras á heitri síðsumarsnótt og jafnvel hljóðið í niðurfalli nágrannans. Náttúran. Hún umlykur hlutmengi mannanna og á milli sérhvers staks er opið bil með óendanlega mörgum ómannlegum stökum náttúrunnar. Háfleygt eða vængbrotið? Mér er sama...

Með tímanum breytast áherslur mannsins. Eins og það var mikilvægt að fá eitthvað sætt í gogginn á laugardögum (það er reyndar alltaf jafn mikilvægt) eru “merkilegri” hlutir nú farnir að skipta mann máli. Hvað á ég að gera við lífið mitt? Hvar passa ég inn í “heildarmyndina? O.s.frv. Þessar hugsanir hellast yfir mann hver af fætur annarri þessa dagana. Einn hluti af þessu tímabili háleitra hugleyðinga varðar náttúruna okkar. Kannski er þetta bara “phase” eins og ameríkanarnir orða það, þ.e. eitthvað tímabil sem líður hjá. En ég vona reyndar ekki og ef marka má ömmu og afa sem á háa aldri ákváðu að planta nógu mörgum trjám til að vinna upp það tjón sem það að eiga bíl olli náttúrunni þá held ég að nú verði ekki aftur snúið. Mjög mörgum er annt um náttúruna okkar. Sést það t.d. ágætlega af þeirri staðreynd hve fljótt seldist upp á tónleikana Ertu Að Verða Náttúrulaus?. Tónleikarnir, sem voru fyrir rúmri viku, heppnuðust þegar á heildina er litið afar vel. Fjölmargir skemmtilegir listamenn stigu á stokk og heilluðu áhorfendur. Það var samt margt sem mátti fara betur eins og t.d. ræðan í upphafi og sú staðreynd að Sigur Rós var svo stuttan tíma á sviðinu að þeir hefðu allt eins getað sleppt því að mæta. En engu að síður var svo sannarlega þess virði að mæta á tónleikana sem voru hugsaðir sem mótmæli gegn virkjanaframkvæmdum hér á landi.

Með tímanum verð ég meira og meira sammála þeim sem eru á móti öllum virkjanaframkvæmdum. Ég veit ekki alveg af hverju og ég hef líklegast ekki mikinn rétt til að vera að ybba gogg (var sko að horfa á Valiant) þegar ég hef lítið sem ekkert kynnt mér staðreyndir málsins. En mín helstu rök eru líklegast þessi: Ímyndið ykkur stað á landinu sem er ykkur mjög kær. Og ég er ekki að tala um Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Dettifoss o.s.frv. Ég er meira að hugsa um stað sem er ykkur hjartfólginn en ekki beinlínis þekktur af öllum lansmönnum. Þetta gæti verið lautin þar sem þú og kærastinn/kærastan kysstust í fyrsta skiptið (nú fer ég einhverra hluta vegna að hugsa um Rollinganna og Summer Lovin). Túnið sem þú og pabbi spiluðuð fótbolta saman. Tjörnina þar sem lærðir að skauta eða áin þar sem þú veiddir þinn fyrsta fisk. Það getur verið svo margt enda eru staðirnir þar sem hjörtu landsmannanna hafa skotið rótum svo margir og fjölbreyttir. Hugsið um þennan stað og ímyndið ykkur síðan að hann fari á kaf, það sé steypt yfir hann eða hann grafinn upp. Ég veit að ég myndi verja mína staði með kjafti og klóm. Damon Albarn sagði eitthvað álíka þegar hann kom í Kastljósið: “Þið Íslendingar eruð úrræðagóðir. Það hlýtur að vera önnur leið!” Og ég er sammála honum. En ég er hins vegar ekki sammála öllum náttúruverndarsinnum.

Ég veit um fagurgræna náttúruverndarsinna sem mig langar helst til að kjöldraga. Það eru þeir sem eru á móti hvalveiðum. Ég er á móti því að Íslendingar hefji hvalveiðar en það er ekki vegna þess að mér finnst rangt að drepa hvali. Það er vegna þess að fagurgrænu náttúruverndarsinnar hafa fjölgað sér og finnast nú í hverju landi sem er, með eða án strandlengju. Ef við Íslendingar hæfum hvalveiðar myndi það líklegast sverta þá ímynd sem útlendingar hafa á landinu svo mikið að landið í heild sinni myndi tapa á því. Svona grænfriðungar pirra mig næstum því jafnmikið og hippar fara í taugarnar á Eric Cartman. Talandi um hippa...

Mér finnst það frekar ólíklegt að Nördafélagið fái miða á einhvern af leikjum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Eftirspurnin er bara svo ótrúlega mikil. Þá er spurning hvað maður ætlar að gera við sumarið 2006? Margir hippar og meira að segja sumir sem ég hafði ekki haldið að væru hippar hafa verið að tala um Hróarskeldu. Rumor has it að hljómsveitin Radiohead muni mæta. Það væri þá fyrsta útihátíðin mín...

Jæja ég er hættur að rausa og farinn að sofa í hausinn á mér. Ef það var einhver boðskapur í þessu óformlega spjalli mínu þá er hann líklegast: Elskið náttúruna en látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.

Skrifað af Jóni Emil -