« Home | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » | Níhá Sanya! » | "Da stehen lauter Schildkröten aufeinander" » | Höndin » | draslum braslum » 

sunnudagur, janúar 01, 2006 

Zum Wohe


Ég leit í bók um tilvitnanir í viðleitni til þess að hefja þessa áramótafærslu með einhverju gáfulegu. Fletti að orðinu tími og sá þar nokkrar tilvitnanir. Einhver Goethe, sem var víst mjög rómantískt þýskt ljóðskáld, að segja að við höfum nógan tíma en að við kunnum bara ekki að fara vel með hann. Það var líklega flottasta tilvitnunin af þeim sem ég sá þó að þarna hefðu verið ekki minni spaðar en Shakespeare, Elísabet I og Seneca að gefa okkur heilræði. Ég leit í staðinn á næsta orð á eftir tímanum. Það var tíska: -Allar kynslóðir hæða gamla tísku, en fylgja fjálglega þeirri nýju. - H.D. Thoreau. Merkilegt!
Margt skemmtilegt gerðist árinu sem er að líða. Tregablandin gleðitilfinning sem fylgdi útskriftinni. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði sem voru merkileg lífsreynsla. Ferðin með afa og Einsa í Veiðivötnin í besta veðri sem hægt er að ímynda sér. Afmælisveislan á Snæfellsnesi sem heppnaðist mjög vel. Háskólinn og ferðin með Hlynsa til London. Þetta og margt fleira.

Annars vil ég bara segja gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna.

Hérna eru myndir frá gamlárskvöldi.

Skrifað af Jóni Emil -