« Home | Zum Wohe » | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » | Níhá Sanya! » | "Da stehen lauter Schildkröten aufeinander" » | Höndin » 

fimmtudagur, janúar 05, 2006 

Gagnrýnandi gagnrýndur

Mig langar til að kvarta yfir gagnrýni eins kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins. Gagnrýnandinn, sem heitir, Heiða Jóhannesdóttir, gaf nefnilega myndinni The Brothers Grimm FJÓRAR STJÖRNUR af fimm mögulegum. Ég hef hugsað mér að gagnrýna þessa gagnrýni.

1. Leikaraval: Mat Damon, horvatnið sem sló í gegn með myndinni Good Will Hunting, er að mínu mati ansi leiðinlegur leikari. Hann hefur kannski leikið í nokkrum góðum myndum en það að hann leiki í mynd segir manni ekkert um gæði myndarinnar eins og sannaðist kannski best í þessari mynd. Heath Ledger er alla vega skárri og virðist sem hann sé að þroskast eitthvað sem leikari frá því að hann var í myndum eins og Knights Tale og 10 Things I Hate About You. Auk þess er hann að fá mjög góða dóma fyrir leik sinn í myndinn Brokeback Mountain sem er eflaust ein af þessum Óskarsverðlaunabeitum. Kvenhetjan í myndinni var leikin af einhverri Keiru Knightley look a like sem stóð sig svo sem ágætlega. Það sem kannski gladdi mig mest var að Monica Bellucci birtist í myndinni þó ekki nema í smá tíma. Það er kannski rétt sem Kári minntist á um daginn að hún er dökkhærð og með stór brjóst sem gerir það að verkum að maður á ósköp einfalt með að láta sér líka við hana en engu að síður finnst mér Monica vera alveg ágætis leikkona. Síðan skemmir auðvitað ekki fyrir að hún er frönsk.

2. Tæknibrellurnar: Það kom fyrir í þessari mynd að grípa þurfti til tölvutækni til þess að gera ákveðin atriði. Eftir að hafa séð myndir eins og King Kong, Star Wars Episode III og jafnvel Serenity þurfti ekki sérfræðing til að gera sér grein fyrir að hér væru tæknibrellurnar í heldur verri gæðaflokki en tíðkast nú orðið. Nú segja eflaust margir að þetta sé ævintýri og þar skipti ekki máli að hafa hlutina flotta heldur sé mikilvægara að skapa rétta stemmningu. Það er mjög mikið til í þeim rökum en persónulega fyndist mér ekki verra að hlutirnir litu alla vega sæmilega út. Auk þess vil ég benda á að hljóð í myndinni var ansi slappt, kom það t.d. oft fyrir að maður heyrði "sound effects" eða réttara sagt leikhljóð sem hefur áður verið nauðgað í fjölmörgum myndum úr Hollywood verksmiðjunni. Einnig man ég ekki eftir því að hafa heyrt eitt gott lag í allri myndinni.

3. Handritið: Hér er það þar sem einhver stærstu mistökin eru gerð. Það er hægt að sætta sig við leiðinlega leikara og lélegar tæknibrellur ef handritið er gott en svo er ekki hér. Fyrst langar mig til að lýsa yfir vanþóknun minni á upprunalegu hugmyndinni. Að einhver hafi fengið hugmynd að mynd sem þessari og sest niður við að skrifa handritið er mér óskiljanlegt. Margar betri hugmyndir hafa sprottið upp úr samræðum í heitapottum Smáíbúðahverfisins. Brandararnir voru léleg samblanda af svörtum húmor og aulahúmor sem í mínu tilfelli náðu vart að kítla hláturtaugarnar. Handritshöfundurinn er Ehren Kruger, sem mér til mikillar furðu skrifaði handritið að Arlington Road sem er mjög góð mynd (www.imdb.com er frábær síða), er að því er virðist einhver Hollywood mella enda skrifaði hann handritið að myndum eins og Ring og Scream 3.

4. Leikstjórinn: Enginn annar en Terry Gilliam sem hefur leikstýrt myndum eins og Fear and Lothing in Las Vegas sem er að mínu mati svona semí góð en það sem er mikilvægara þá leikstýrði hann myndum Monty Python grínflokksins sem eru auðvitað bara tær snilld. Hann leikstýrði einnig myndinni Brazil sem ég hef ekki séð en á víst að vera mjög góð. Mér fannst því mjög leiðinlegt að heyra að það væri Terry Gilliam sem hefði látið Hollywood rassskella sig í myndinni The Brothers Grimm.

5. Að lokum vil ég nefna það að myndin King Kong fékk fjórar stjörnur hjá gagnrýnendum Morgublaðsins en það er varla hægt að bera þessar tvær myndir saman. King Kong er alla vega þúsund sinnum betri og sjáum við því kannski hérna einn af ókostum þess að hafa nokkra mismunandi smekkjaða gagnrýnendur.

Gagnrýnandanum og myndinni gef ég TVÆR STJÖRNUR sem þau geta deilt á milli.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Annars fann ég nokkrar myndir frá gamlárskvöldi sem ég hafði gleymt að setja á www.mmedia.is/vjeg þær eru hérna.

Skrifað af Jóni Emil -