« Home | Gagnrýnandi gagnrýndur » | Zum Wohe » | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » | Níhá Sanya! » | "Da stehen lauter Schildkröten aufeinander" » 

laugardagur, janúar 07, 2006 

Gærdagurinn

Mig langar til að segja aðeins frá gærdagnum og mér er alveg sama þó að einhverjir uppar gagnrýni slíkar færslur. Gærdagurinn var nefnilega svo afskaplega vel heppnaður. Mig minnir að hann hafi byrjað stuttu eftir að ég setti myndina the Butterfly Effect í dvd-spilarann. Ég hafði ekki séð hana áður og lítið heyrt um hana. Eina sem ég vissi um hana var að Ashton Kutscher milf höstler og pönkari léki í henni. Án þess að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana vil ég bara segja að mér fannst myndin mjög góð og að Ashton kallinn stóð sig bara nokkuð vel að mínu mati. Eftir myndina svaf ég góða tólf tíma. Vaknaði, fékk mér að borða, las Heimsljós og hlustaði á tónlist. Síðan fór nördafélagið á pub quiz, drakk einn bjór í roki og rigningu, fór á Just Friends, drakk annan bjór þar, labbaði um götur Miðbæjarins í skítakulda, roki og rigningu. Tókum við því næst leigubíl í Kópavoginn til Össurar. Leigubílstjórinn sagði nokkra góða brandara á leiðinni, þar á meðal einn þar sem að hann sagðist eiga skóg í Fossvoginum. Svartaskóg? -spurði Svenni. Já já, ég var á labbi um þarna einhvers staðar og síðan týndi ég öðrum skónum. - svaraði bílstjórinn. Ég og Kári skelltum upp úr. Er við vorum komnir úr leigubílnum tókum við Kalla, en það vakti mikla athygli hinum megin í dalnum. Nú bönkuðum við upp á hjá Össuri sem tók vel á móti okkur ásamt Hlyni og bróður Össurar honum Grími. Afmælið var mjög skemmtilegt eins og myndirnar gefa vonandi til kynna. Takk fyrir mjög gott afmæli drengir, þið eruð frábærir. Hérna eru myndirnar.

Skrifað af Jóni Emil -