« Home | "jeg er sku fanden gale mig ekki neinn islandsmann" » | Gærdagurinn » | Gagnrýnandi gagnrýndur » | Zum Wohe » | Myndir » | Væntingar » | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » 

miðvikudagur, janúar 11, 2006 

náttmör

Þó að ég rembist eins og rjúpa við staurinn á ég erfitt með að skrifa blogghæfahluti þessa dagana. Þetta get ég ekki þrátt fyrir að “bloggstandar” þessarar síðu hafi farið versnandi undanfarið. Ég vil biðjast afsökunar ef ég særði einhverja í síðustu færslu, ætli þetta hafi ekki verið vesæl tilraun hjá mér til að fá ykkur til að kommenta. Hver fílar ekki Möggu Stínu segi ég nú bara? En já, eins og ég sagði þá hef ég verið að rembast og rembast en ekkert gerist. Spurning hvort að ég borði meira af Kellogs All Bran rúsínukornfleksi eða á maður að borða minni? Mig minnir alla vega að rúsínur og góðar trefjar séu góðar fyrir hægðirnar. Já, rembingurinn skilaði engu svo að ég leit í glatkistuna og dró upp eina sögu sem ég hafði eitt sinn kastað frá mér sem hlessingi. Vonandi fellur hún í góðan jarðveg hjá einhverjum lesendum.

Dong ding

“Afi!” Hrópuðu börnin í kór og þustu í áttina að útidyrahurðinu. “Velkominn! Mamma, pabbi sjáið hver er kominn.” - “Takk fyrir börn. Gott að komast út úr tjillinum.”

Klukkan var orðin fimm og allir á heimilinu voru orðnir hreynir og fínir. Mamma og pabbi voru inni í eldhúsi að hugsa um jólasteikina meðan afi ruggaði sér í hægindastólnum frammi í stofu. Börnin léku sér í stofunni með nýja dótið sitt en mamma hafði keypt sér frið með því að leifa þeim að opna einn pakka. “Hvernig stuff er þetta!” –sagði afi. “Vott? Speismanna Barbie og nanópútergeimar!” –endurtók afi. “Þegar ég var ykkar aldri voru ónlí til venjuleg Barbie og Game Boy. Vott tíminn hefur tsjeinsað. Fáið þið ekki náttmarir af svona nanórugli? Stopp it börn það er að shorta í að við förum að borða. Leyfið mér frekar að tella ykkur sögu. Ég skal meira að segja træja að hafa hana á gömlu íslensku svo að þið skiljið mig betur.” -Börnin vissu hvað afa kunni að segja góðar sögur og voru þess vegna ekki lengi að láta frá sér nýja dótið og þyrpast um hægindastólinn hans. “Gamla íslenskan... það er sko way long síðan ég spíkaði hana. Bara ef hann Árni Johnsen hefði gettað vilja sínum framgengt. Þá væri brids til eyja og þið ekki svona ísóleruð. En það er nú best að træji.” -Afi hóf nú frásögnina.

Ég er að hugsa um að segja ykkur sögu af háskólaárum mínum. Það voru skemtilegir tímar. Jæja, hefst hér með sagan.

Haustið eftir að ég útskrifaðist frá MR þá byrjaði ég í háskólanum. Ég hafði skráð mig í stærðfræði og var mjög spenntur yfir því að byrja. Nokkrir skólafélagar úr MR fóru líka í stærðfræði, lærirsveinar Birgis minnir mig að þeir hafi kallað sig. En ég var samt lítið að hanga með þeim, mér finnst miklu skemmtilegra að vera með hinum krökkunum. Ég hafði ósköp gaman af stærðfræði en ég var samt ekkert rosalega duglegur við lesturinn. Ég eyddi mestum tíma mínum í að hlusta á tónlist á þessum árum. En já, haustið leið og fyrr en varði var kominn vetur og farið að styttast í jólaprófin. Þrátt fyrir það var ég ekkert orðinn duglegri við að lesa bækurnar mínar. Svo komu prófin og ég hafði lítið sem ekkert lesið. Prófin voru fjögur talsins en ég sá að það væri enginn möguleiki að ég næði þeim öllum. Ég ákvað því að einbeita mér að einu þeirra og treysta á heppni í hinum. Einsetti ég mér nú að ná síðasta prófinu, mig minnir að það hafi heitið stærðfræðigreining. Ég las því eins og algjör brjálæðingur í hálfan mánuð. Ég tók mér eingöngu hlé til að fara á klósettið og borða. Daginn fyrir prófið var ég búinn að lesa hátt í þúsund blaðsíður og reikna álíka mikið af dæmum. Mér hafði tekist að fylla heilan ruslapoka af dósum utan af orkudrykkjum og ætli ég hafi ekki borðað eins og þrjú kíló af Nóa Síríus konfekti. Þið munið að langaamma ykkar vann í Nóa Síríus. Ég var í raun orðinn uppgefinn og hálfbrjálaður af allri þessari stærðfræði. Mig dreymdi um stærðfræði og ég hló af bröndurum um diffrun falla. Þetta kvöld ákvað ég að leggja frá mér bækurnar og slappa aðeins af. Ég afréð því að rölta niður að vídeóleigunni til að leigja DVD. Mér fannst sniðugt að velja mynd sem tengdist á einhvern hátt stærðfræði, svona til að sjá hvernig alvöru stærðfræðingar hugsa, og stóð því valið á milli tveggja mynda. Önnur hét Good Will Hunting en ég hef aldrei verið mikið fyrir horvatnið hann Matt Damon. Hin hét A Beautiful Mind og var með uppáhaldsleikaranum mínum honum Russel Crowe. Myndin hafði fengið óskarsverðlaun og síðan höfðu vinir mínir mælt með henni. Ég ákvað því að taka hana.

Ég mætti ekki í prófið daginn eftir og ákvað seinna að skrá mig í sálfræði.

Þess má geta að ég fór með mömmu minni á þessa mynd í bíó og að ég lifði fram á síðustu mínútu í þeirri von um að maðurinn væri ekki geðveikur. Hann var geðveikur.

Skrifað af Jóni Emil -