« Home | GRE Physics » | Voff » | Ég er í klípu » | Mina intresse » | Stundum... » | Þessa dagana » | Hej hej » | Kominn tími á » | Flokk jú » | Það er ótrúlegt... » 

fimmtudagur, október 11, 2007 

Tvennt

Það er virkilega gaman í skólanum þessa dagana. Gaman að vinna að tilraun með kurteisum Frakka sem heitir Florian undir handleiðslu Írana (kom í ljós að hann er ekki Serbi) sem talar eins og Borat. Rétt hjá okkur sitja Þjóðverjar. Í næstu kennslustofu er grísk karlremba (sem minnir mig á aðra gríska karlrembu) og handan við hornið hjálpar Gunnar nokkur Pálsson Kínverjum að reikna bandvíddir. Virkilega alþjóðlegt umhverfi og allt morandi í áhugasömum nemum.

Varðandi sviptingar í borgarstjórn: Stjórnmálamenn eru með völd á heilanum. Þeir keppast um forsætið og í þeirra augum standa menn sig vel ef þeir sitja lengi við stjórnvölin. Það er í eðli þeirra að hugsa fyrst um sjálfa sig og síðan um hag hins almenna borgara. Ég velti fyrir mér hvort að það sé hægt að finna kerfi þar sem þessu hefur verið snúið við.

Skrifað af Jóni Emil -