« Home | Fatlajól » | "Ég er ógeðslega skotinn í þér" » | Mig hlakkar til » | Flippidíflippfloppflapp » | Níhá Sanya! » | "Da stehen lauter Schildkröten aufeinander" » | Höndin » | draslum braslum » | Kötturinn fer sínar eigin leiðir, » | Kæri Sáli, Mér hefur liðið mjög skringilega undan... » 

miðvikudagur, desember 21, 2005 

Væntingar

Það var ótrúlega mikið fólk í Kringlunni og til marks um það: Þegar ég þóttist hafa séð manneskju sem ég þekkti en gerði mér síðan grein fyrir því að það væri ekki hún þá leit ég í hina áttina og sá þá manneskjuna sem ég taldi mig hafa séð en í þetta skiptið var það í raun og veru hún. Vonandi skiljið þið.

Hitti nokkra í Kringlunni. Talaði við suma. Skeit upp á bak í einni samræðu. Ótrúlega vandræðalegt, næstum jafn vandræðalegt og þegar "Kári" gerði grín að samkynhneigðum um daginn.

Eftir Kringluna fór ég í bæinn, nánar tiltekið í Skífuna, Mál og Menningu, Póstinn og Bæjarins Bestu. Ég lagði hjá MR og labbaði um stræti miðbæjarins í veðrinu fallega. Skífan stóð heldur betur undir væntingum og það gerði Mál og Menning líka. Pósturinn var sæmilegur en Bæjarins Bestu skitu aðeins á sig. Einhver nýgræðingur að vinna sem vissi ekki alveg hvað "slatta af tómatsósu" þýddi.

Já ég er búinn í prófum. Það er stórkostlegt, frábært, og allt það. Samt ekkert spes, alla vega ekki alveg eins spes og hélt að það yrði. Þið þekkið það kannski. Einhver sagði mér að það væri best að geri með sér eins litlar væntingar til jólafríssins og hægt væri, jólin væru í raun bara ósköp venjulegir dagar. Í þetta skiptið kýs ég að hlusta ekki á heilræði umrædds manns. Ég vænti þess að jólin verði mjög skemmtileg.

Farinn að hlaða myndavélin :)

Skrifað af Jóni Emil -