Kisur
Var að vinna í tilraun sem að fjallaði um ljósgeisla en skildi ekki alveg fræðina á bakvið hana. Fann mig þess vegna knúinn til að stúdera þá hluti í kringum mig sem að hefðu eitthvað að gera með glerprisma og kúpta spegla. Ég tók myndavélina með mér til þess að allt væri nú sem best dokúmenterað og svo að peningarnir myndu nú passa og svona.


Heyrði ég þá einhver hljóð úti í garði. Það voru nágrannakisan og hin góðhjartaða Hríma.





Simba, einum besta vini Hrímu fannst nágrannakisan hafa verið dónalega. Hann ákvað að gera eitthvað í málunum. Hann skildi kenna þessari óhappakisu lexíu.




Simbi færði sig nær kisunni. En stoppaði þó nokkrum sinnum á leiðinni.

Kisan var enn þá pínu hrædd en samt ekki sko. Hún vissi að hún væri fljótari en Simbi og líka stærri. Hún ætti því einfaldlega að ráða við hann.


