« Home | Það er vont... » | Foreldrafélög » | "Með skemmtilegri böllum" » | Ég tralla líka fyrir mig » | "All the girls want to get carnal with me because ... » | Kipp í flipp » | Breytingar » | Hrafl » | óformlegt spjall um náttúruna » | náttmör » 

sunnudagur, febrúar 05, 2006 

Kisur

Var að vinna í tilraun sem að fjallaði um ljósgeisla en skildi ekki alveg fræðina á bakvið hana. Fann mig þess vegna knúinn til að stúdera þá hluti í kringum mig sem að hefðu eitthvað að gera með glerprisma og kúpta spegla. Ég tók myndavélina með mér til þess að allt væri nú sem best dokúmenterað og svo að peningarnir myndu nú passa og svona.
Heyrði ég þá einhver hljóð úti í garði. Það voru nágrannakisan og hin góðhjartaða Hríma.
Kisan fnæsti og Hríma grét því að hún vildi vera vinur hennar. Hún varð hrædd og hljóp þangað sem hún var örugg og fólk kunni að meta hana.
Simba, einum besta vini Hrímu fannst nágrannakisan hafa verið dónalega. Hann ákvað að gera eitthvað í málunum. Hann skildi kenna þessari óhappakisu lexíu.Nágrannakisan var bara "voddafokk" ætlar einhver rindill að koma í slag við mig? En hún var líka pínu hrædd því að hún hafði aldrei farið í slag við ljón áður.Simbi færði sig nær kisunni. En stoppaði þó nokkrum sinnum á leiðinni.


Kisan var enn þá pínu hrædd en samt ekki sko. Hún vissi að hún væri fljótari en Simbi og líka stærri. Hún ætti því einfaldlega að ráða við hann.

Kisan byrjaði á því að sniffa á rassinum eins og er venja. En greip síðan í skottið á simba og fleygði honum upp í loftið.
Aumingja Simbi lá rotaður á jörðinni.


En kisan ullaði bara á mig og hljóp síðan burtu á vit nýrra ævintýra.
Skrifað af Jóni Emil -