« Home | Kisur » | Það er vont... » | Foreldrafélög » | "Með skemmtilegri böllum" » | Ég tralla líka fyrir mig » | "All the girls want to get carnal with me because ... » | Kipp í flipp » | Breytingar » | Hrafl » | óformlegt spjall um náttúruna » 

fimmtudagur, febrúar 09, 2006 

SPACE RACE

Það er kannski frekar seint í rassinn gripið að vera að mæla með þættinum Space Race sem sýndur er á fimmtudagskvöldum í Sjónvarpinu. Núna er bara einn af fjórum þáttum eftir. Þættirnir, eins og nafnið gefur til kynna, fjalla um geimkapphlaupið og mennina á bak við það og hafa reynst mjög fræðandi og skemmtilegir. Ég hef of velt því fyrir mér hvernig það sé að vera fyrstur manna út í geim. Fyrsti maðurinn til að horfa á nokkrar heimsálfur í einu. Fyrsti maðurinn til að finna fyrir þyngdarleysi. Og fyrsti maðurinn til að sjá sólina rísa á ógnarhraða og lýsa upp heimsbyggðina. Ég fæ hroll. Mynduð þið bjóða ykkur fram í slíka för ef það væru 25% líkur á því að flaugin myndi springa í tætlur á leiðinni upp og 25% líkur á því að þið mynduð aldrei komast niður aftur? Mynduð þið hætta lífi ykkar til að gera minningu ykkar ódauðlega ef þið vissuð að ef ferðin skildi mistakast myndi nafn ykkar aldrei berast til fjölmiðla? Fiftí/fiftí, gleymdur/geymdur.

Horfði pínu á Grammy verðlaunin í gær. Mér fannst Coldplay ekki sérstakir live, lagið sem hann söng krefst þess að röddin sé alveg tær og næst því einungis í stúdíói. Síðan finnst mér líka asnalega að U2 fái verðalaun fyrir bestu rokkplötuna.

Skrifað af Jóni Emil -